Samstaða var um skipan Öldungaráðs Akraness á Bæjarstjórnarfundi sem fram fór í gær.
Öldungaráðum er fyrst og fremst ætlað að vera formlegur vettvangur fyrir samráð við notendur um öldrunarþjónustu.
Sveitarfélögum er skylt að koma slíkum ráðum á laggirnar samkvæmt breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku gildi þann 1. okt. 2018.
Liv Aase Skarstad (B) verður formaður Öldungaráðsins en ráðið verður þannig skipað:
Kristján Sveinsson (S)
Elínbjörg Magnúsdóttir (D)
Varamaður: Ragnheiður Stefánsdóttir (S)
Fulltrúar frá Félagi eldri borgara (FEBAN)
Elí Halldórsson
Jóna Adolfsdóttir
Þjóðbjörn Hannesson
Varamaður: Viðar Einarsson
Fulltrúi frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE)
Ragnheiður Helgadóttir, hjúkrúnarfræðingur.
Öldungaráðum er ætlað að taka við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna.
Auglýsing
Auglýsing