Ný skólastofa verður byggð við Grundaskóla fyrir næsta skólaár en tillaga þess efnis var samþykkt nýverið á fundi bæjarráðs.
Um er að ræða tréhús sem reist verður á skólalóð Grundaskóla og kemur nýja byggingin í stað elstu færanlegu skólastofunnar á þessu svæði.
Framkvæmdin kostar 30 milljón kr. og vísaði bæjarráð ákvörðuninni til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Auglýsing
Auglýsing