Kostnaður Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar við hvern farþega í tilraun með siglingar þeirra á milli árið 2017 nam átta þúsund krónum. Þetta kemur fram á visir.is.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu fram fyrirspurn í febrúar s.l. þar sem óskað var upplýsinga um fjölda farþega í flóasiglingum Sæferða árið 2017.
Um var að ræða samning milli Sæferða ehf., borgarinnar og Akraneskaupstaðar um tilraunaverkefni til hálfs árs þar sem sveitarfélögin tvö lögðu alls 30 milljónir króna til stuðnings verkefninu.
Alls voru 3.652 farþegar sem nýttu sér þessa þjónustu á tímabilinu júní – nóvember 2017.
http://localhost:8888/skagafrettir/2018/12/18/verdur-siglt-ad-nyju-a-milli-akraness-og-reykjavikur/
Auglýsing
Auglýsing