Skagamaður talar við Skagamann í Suður-Kóreu



Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, er staddur með liðinu í Suður-Kóreu þar sem liðið leikur vináttuleik á laugardaginn.  Leikurinn fer fram á Yongin Citizen Sports Park og hefst hann kl. 05:00 að íslenskum tíma.

Völlurinn tekur 38.000 manns í sæti og verður þetta vígsluleikur hans. Um er að ræða fyrri af tveimur vináttuleikjum liðanna, en hinn fer fram 9. apríl.

Þetta verður í fyrsta skipti sem liðin mætast, en Suður Kórea er á fullu í undirbúningi sínum fyrir HM í Frakklandi í sumar.

Hægt verður að horfa á leikinn í beinni útsendingu á með því að smella hér:

Hér má sjá viðtal við Jón Þór sem birt er á vefsíðu KSÍ. Það er ekki ólíklegt að Skagamaðurinn Óskar Guðbrandsson sé í hlutverki fréttamannsins í þessu myndbandi.


Óskar Guðbrandsson. 

 

Auglýsing



Auglýsing