Sundfólk úr röðum ÍA hefur náð fínum árangri á Íslandsmeistaramótin í 50 metra laug en keppni lýkur í dag.
Brynhildur Traustadóttir hefur náð tvívegis á verðlaunapall á mótinu til þessa. Hún varð þriðja í 400 metra skriðsundi á 4:30,63 mín.
Brynhildur varð einnig þriðja á nýju Akranesmeti í 1.500 metra skriðsundi á 18:08,15 mín. Á síðustu þremur vikum hefur hún bætt sig um 23 sekúndur í þessari grein.
Kristján Magnússon hefur sett tvö Akranesmet, drengjamet í 100m baksundi á tímanum 1:10.79 en gamla metið átti Birgir Viktor Hannesson á tímanum 1.11.74. Kristján setti einnig Akranesmet í 1500m skrið á tímanum 19:11.73, en það met átti Leifur Guðni Grétarsson frá 2004.
Nánar er fjallað um afrek sundfólksins úr röðum ÍA á heimasíðu Sundfélagsins:
Brynhildur Traustadóttir.
Auglýsing
Auglýsing