Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar er búsettur á Laugarbrautinni á Akranesi. Guðjón gegnir mikilvægasta embætti landsins í dag en hann er með forsetavald lýðveldisins.
Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins og forseti Alþingis eru hvorugur á landinu. Þar með færist forsetavaldið til 1. varaforseta Alþingis, forsætisráðherra og forseta hæstaréttar.
Guðjón er helst þekktur fyrir einstaklega smekklegan klæðaburð og mikla þekkingu á velferðar- og heilbrigðismálum.
Það sem fólk veit hinsvegar ekki er að hann er Nocco-drekkandi Ariane Grande aðdáandi, sem á ekki bara einn heldur tvo dróna – en kann á hvorugan.
Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Samfylkingarinnar.