Halldór Jónsson og Jón Ármann Einarsson hafa á undanförnum árum verið í fremstu röð í stórum hópi sjálfboðaliða hjá Golfklúbbnum Leyni.
Halldór og Jón Ármann fengu báðir viðurkenningu fyrir þeirra framlag í gær þegar 75. ársþing Íþróttabandalags Akraness fór fram.
Þeir fengu báðir bandalagsmerki ÍA fyrir ómælda aðstoð sína við hin ýmsu störf á golfvellinum og í þágu Golfklúbbsins Leynis.
„Golfklúbburinn Leynir er heppinn að eiga félagsmenn eins og þessa tvo heiðursmenn og óskar þeim innilega til hamingju með þessa viðurkenningu,“ segir í tilkynningu frá Leyni.