Það stendur mikið til í kvöld þegar herrakvöld ÍA fer fram í nýrri frístundamiðstöð hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi.
Formleg opnun á mannvirkinu er fyrirhuguð á næstunni en nokkrar veislur hafa nú þegar farið fram í frístundamiðstöðinni.
Skagafréttir litu við í dag þegar undirbúningur fyrir herrakvöldið stóð sem hæst.
Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem sjá má hvernig salurinn lítur út þegar búið er að dekka borð fyrir allt að 200 gesti.
Enn á eftir að ganga frá ýmsum smáatriðum og verður formleg opnun auglýst síðar.