Veiðifélagið VTT var með fund í morgun í Kallabakarí á Akranesi.
Þar var boðið upp á menningaratriði þar sem að Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, var mættur með harmonikkuna og lék þar nokkur lög.
Gísli lauk nýverið prófi í harmonikkuleik frá Tónlistarskóla Akraness. Og er hann bara býsna góður á „nikkuna“ eins og heyra má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan var góð stemning í Kallabakarí á meðan þessi viðburður fór fram. En „Kalla“-bakarí stóð allavegar undir nafni í morgun.
Á fundinum með Gísla voru þeir Þorvarður Magnússon, Magnús Guðmundsson, Hörður Kári Jóhannesson og Ólafur Þór Hauksson.