Öruggur sigur hjá ÍA – sjáðu fögnin hjá leikmönnum


Skagamenn verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu.

ÍA sigraði lið Augnabliks í dag í 32-liða úrslitum keppninnar. Leikurinn fór fram í knattspyrnuhúsinu Fífunni í Kópavogi.

Lokatölur 3-0. Steinar Þorsteinsson, Óttar Bjarni Guðmundsson og Viktor Jónsson skoruðu mörk ÍA.