Sumarið er svo sannarlega komið á Akranesi og margir hafa notið veðurblíðunnar að undanförnu.
Átta verslanir á Akranes ætla að fagna sumrinu með sumaropnum fimmtudaginn 9. maí. Opið verður fram til 22.00.
Skagamenn og aðrir gestir geta upplifað góða sumarstemningu í verslun og þjónustu.
Alls eru átta verslanir sem taka þátt í þessu verkefni.
Góður afsláttur er veittur af vörum eins og sjá má hér fyrir neðan.