Það verður mikið um að vera á Garðavelli um helgina þar sem að fyrsta mót tímabilsins á Íslandsbankamótaröð unglinga fer fram á Akranesi.
Þar mæta til leiks efnilegustu kylfingar landsins en keppt er í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum.
Alls eru 122 keppendur skráðir til leiks. Keppni hefst í dag hjá tveimur elstu aldurshópunum, 19-21 árs og 17-18 ára en þeir aldurshópar leika 54 holur eða þrjá keppnishringi á þremur dögum.
Á laugardag hefst keppni hjá tveimur yngstu aldurshópunum, 14 ára og yngri og 15-16 ára. Þeir aldurshópar leika tvo 18 holu hringi á tveimur dögum.
Alls eru átta keppendur frá Golfklúbbnum Leyni.
- Bára Valdís Ármannsdóttir
- Björn Viktor Viktorsson
- Elsa Maren Steinarsdóttir
- Gunnar Davíð Einarsson
- Ingimar Elfar Ágústsson
- Tristan Freyr Traustason
- Valdimar Ólafsson
- Þorgeir Örn Bjarkason