Fríða Halldórsdóttir, leikmaður kvennaliðs ÍA í knattspyrnu, var besti leikmaður 16-liða úrslita Mjólkurbikarkeppni KSÍ.
Fríða og félagar hennar í ÍA lögðu FH 1-0 í æsispennandi leik. Frá þessu er greint á fésbókarsíðu Mjólkurbikarkeppninnar.
Í dag var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. Liðin úr Pepsi-Maxdeild kvenna voru komu inn í keppnina. ÍA fær heimaleik gegn Þrótti úr Reykjavík en leikdagar eru 31. maí eða 1. júní.
Dregið var í 16 liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ, en liðin úr Pepsi Max deildinni koma inn í keppnina núna
Staðfest niðurröðun verður birt á vef KSÍ fljótlega.
Mjólkurbikarinn
ÍA – Þróttur R.
Augnablik – Tindastóll
Fylkir – Breiðablik
Þór/KA – Völsungur
ÍBV – Valur
HK/Víkingur – Afturelding
Stjarnan – Selfoss
Keflavík – KR