Sævar Freyr Þráinsson er glerharður stuðningsmaður ÍA.
Bæjarstjórinn hefur á undanförnum árum setið í stjórn Knattspyrnufélags ÍA og tekið þátt í því uppbyggingarstarfi sem er að blómstra þessa dagana.
„Knattspyrnan er sálin í bæjarfélaginu og það lyftist allt þegar vel gengur. Ég finn það svo sannarlega í mínu starfi sem bæjarstjóri og það er virkilega gaman að taka þátt í því að styðja liðið,“ segir Sævar m.a. en viðtalið er hér fyrir neðan.