Það eru bjartir tímar framundan hjá starfsfólki og leiðbeinendum Fjöliðjunnar á Akranesi.
Stefnt er að starfssemi Fjöliðjunnar verði allt komið á flug eftir helgina í húsnæði að Smiðjuvöllum 9. Eigendur Smiðjuvalla 9 eru Trésmiðjan Akur og hafa tekist samningar um að Akraneskaupstaður leigi húsnæðið af þeim til ársloka 2020..
Eldur kviknaði í húsnæði Fjöliðjunnar að Dalbraut þann 7. maí síðastliðinn.
Eldsupptök voru í rafhlöðum úr veglyklum sem Fjöliðjan var að flokka fyrir Spöl/Vegagerðina.
Starfsemi Fjöliðjunnar er gríðarlega mikilvæg en einnig viðkvæm.
Fjöliðjan er vinnu- og hæfingarstaður fyrir fólk með skerta starfsgetu.
Verkefnin þar eru mjög fjölbreytt en m.a. er dósaflokkun þar og alls konar pökkunarstarfsemi svo sem á Prins Polo, pökkun á afmæliskortum og líming endurskinsborða á veggstikur.
Nánar á vef Akraneskaupstaðar: