Þingmenn Sjálfstæðisflokksins halda fund þriðjudaginn 13. ágúst nk. kl. 12:00 í Frístundarmiðstöðinni við golfvöllinn á Akranesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokknum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, dómsmálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmennirnir Haraldur Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir og Vilhjálmur Árnason ræða stjórnmálaviðhorfið og sitja fyrir svörum.
Fundurinn er hluti af fundaröð þingflokksins í kjölfar vel heppnaðrar hringferðar flokksins fyrr á árinu. Að þessu sinni munu þingmenn fara vítt og breitt um landið í smærri hópum og ræða við flokksmenn um það sem efst er á baugi.
Seld verður súpa á sanngjörnu verði.
Allir velkomnir.