Vegna fjölda áskorana ætla Valgerður Jónsdóttir og félagar að endurtaka
dagskrána „Töfrandi tónlist frá Írlandi,“ en dagskráin var fyrst flutt á
írskum dögum í júli og þurftu margir frá að hverfa.
Auka-tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 22. ágúst kl. 20 í
Stúkuhúsinu við Byggðasafnið í Görðum.
Mikil ánægja var meðal tónleikagesta á írskum dögum, en þar komu fram
auk Valgerðar þau Sveinn Arnar Sæmundsson, Kristín Sigurjónsdóttir,
Þórður Sævarsson, Haraldur Ægir Guðmundsson og Arnar Óðinn Arnþórsson.
Dagskráin samanstendur annars vegar af bæði töfrandi írskum þjóðlögum
sem og þekktum popplögum eftir írska listamenn.
Aðgangseyrir: 2000 kr. – Hægt er að panta miða á
[email protected] eða í síma: 8417688.
Töfrandi tónlist frá Írlandi – síðbúnir auka-tónleikar
By
skagafrettir