Eins og komið hefur fram áður á vef Skagafrétta verður Kútter Sigurfari fjarlægður og skipinu fargað. Frá því í mars á þessu ári hefur verið leitað að áhugasömum aðilum sem vilja eignast skipið. Það hefur ekki tekist.
Ella María Gunnarsdóttir, forstöðumaður menningar- og safnamál, fór yfir stöðuna á Kútter Sigurfara á síðasta fundi bæjarráðs. Þar kom fram að Kútterinn gæti fengið „líflínu“ í gegnum ráðstefnu Europa Nostra í París sem fram fer í lok október á þessu ári.
Unnið hefur verið að því í gegnum Europa Nosta að kanna það hvort Sigurfari komist á lista yfir menningarmannvirki sem eru í hve mestri hættu í Evrópu.
Niðurstöðu er að vænta eftir ráðstefnu Europa Nostra í París í lok október næstkomandi.