ÍA/Kári/Skallagrímur keppir til úrslita um „bikarinn“ í 2. flokki karla


Leikmenn ÍA/Kára og Skallagríms fögnuðu nýverið Íslandsmeistaratitlinum í keppni í 

2. flokki karla í knattspyrnu í keppni A og B liða. A-liðið varði Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra. 

Þetta sigursæla lið, ÍA/Kára og Skallagríms tók stórt skref í áttina að bikarmeistaratitlinum í kvöld þegar liðið lagði KA á Akureyri í undanúrslitum bikarkeppni 2. flokks.

Lokatölur í undanúrslitaleiknum gegn KA, 3-0. Mörkin skoruðu Eyþór Aron Wöhler, Sigurður Hrannar Þorsteinsson og Brynjar Snær Pálsson.

Úrslitaleikurinn fer fram miðvikudaginn 26. september en leikstaður hefur ekki verið ákveðinn. Mótherjar ÍA/Kára og Skallagríms verður lið Breiðabliks úr Kópavogi.  

ÍA er sigursælasta liðið í bikarkeppni 2. flokks karla frá upphafi en fyrst var keppt árið 1964.

Skagamenn eru með 9 titla alls í þessari keppni. Það eru 15 ár frá því að ÍA sigraði síðast í bikarkeppni KSÍ 2. flokki karla.   

Bikarmeistaratitlar ÍA í 2. flokki karla frá upphafi:

2004 ÍA  
2001 ÍA  
1999 ÍA  
1992 ÍA  
1975 ÍA  
1974 ÍA  
1968 ÍA    
1965 ÍA  
1964 ÍA