Flottasti línuveggur landsins er á Smiðjuloftinu á Akranesi og þar af leiðandi verður Íslandsmeistaramótið í línuklifri haldið samhliða Smiðjumeistaranum sem fram fer á laugardaginn.
Smiðjuloftið og Klifurfélag ÍA hefja klifurveturinn með þessu stórmóti. Klifrað verður í fjórum flokkum karla og kvenna;
Flokkur C: 2006-2007 kl. 13.00-15.00*
Flokkur B: 2005-2004 kl. 15.30-17.00*
Opinn flokkur (flokkur A og senior): 2003 og eldri kl. 17.30-19.00*
Veglegir vinningar í boði í öllum flokkum og óvæntur glaðningur að hætti Smiðjuloftsins fyrir heppna klifrara. Mótið er opið öllum klifrurum.
„Við hlökkum til að taka á móti ykkur á þessu fyrsta móti vetrarins. Áhorfendur hjartanlega velkomnir á meðan húsrými leyfir. Klifurfélag ÍA verður með léttar veitingar til sölu til styrktar iðkendum félagsins,“ segir í tilkynningu frá Smiðjuloftinu.