Það verður mikið um að vera á Norðurálsvellinum á Akranesi í dag kl. 16:00. Þar mætir ÍA/Kári/Skallagrímur liði FC Levadia frá Eistlandi í UEFA keppni unglingaliða.
2. flokkur ÍA/Kára/Skallagríms sigraði á Íslandsmótinu í fyrra og tryggði sér keppnisrétt í þessari keppni í fyrsta sinn.
Liðið fær að upplifa slíka leiki á næsta ári þar sem að ÍA/Kári/Skallagrímur varð einnig Íslandsmeistari 2019.
Leikurinn verður eins og áður segir á Norðurálsvellinum. Sýnt verður beint frá leiknum á ÍATV.
Um er að ræða stærstu útsendingu netsjónvarpsstöðvarinnar sem hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra þjónustu og faglegar útsendingar.
Þrjár myndavélar verða notaðar í útsendingunni, tveir útsendingastjórar og einn lýsandi munu leiða okkur í gegnum þennan stórviðburð í íþróttasögu Akraness.