ÍA er á sigurbraut í 2. deild karla í körfuknattleik.
Liðið sigraði Ármann 117-102 á útivelli á föstudaginn og var þetta annar sigurleikur ÍA í röð.
Liðið hefur leikið fjóra leik á Íslandsmótinu í 2. deild og er vinningshlutfallið 50%, tveir sigrar og tvö töp.
Sóknarleikur í aðalhlutverki hjá ÍA miðað við skor liðsins í fyrstu fjórum leikjunum. ÍA hefur skorað að meðaltali 123,3 stig að meðaltali í leik en að sama skapi fær liðið 127 stig á sig að meðaltali í leik.
Næsti leikur ÍA er gegn toppliði deildarinnar, Fjölnir B, en leikurinn fer fram á heimavelli ÍA þann 25. október.