Arnar Freyr Fannarsson úr ÍA fór fremstur í flokki öflugra badmintonleikmanna frá Akranesi sem tóku þátt á Vetrarmóti unglinga hjá TBR um liðna helgi.
Arnar Freyr sigraði í einliða – tvíliða- og tvenndarleik. Hann var einn af þremur keppendum á mótinu sem náði þrennunni.
Arnór Valur Ágústsson ÍA sigraði með Arnari í tvíliðaleik en Arnór varð annar í einliðaleiknum í 13 ára flokknum.
Sóley Birta Grímsdóttir úr ÍA sigraði í tvenndarleik með Arnari Frey.
Máni Freyr Ellertsson varð í öðru sæti í tvíliðaleik í U15 ára ásamt Einari Óla Guðbjörnssyni TBR
Brynjar Már Ellertsson sigraði í tvíliðaleik í flokki U19 ára ásamt
Davíð Erni Harðarssyni, TBR, en Davíð lék áður fyrir ÍA. Davíð varð í öðru sæti í einliðaleik U19 ára.
Mótið er hluti af stjörnumótaröð unglinga og gefur stig á styrkleikalista mótaraðarinnar.
U13 A – Einliðaleikur Hnokkar
- Arnar Freyr Fannarsson ÍA
- Arnór Valur Ágústsson ÍA
U13 – Tvíliðaleikur Hnokkar
- Arnar Freyr Fannarsson ÍA
Arnór Valur Ágústsso ÍA - Brynjar Petersen TBR
Óðinn Magnússon TBR
U13 – Tvenndarleikur Hnokkar og Tátur
- Arnar Freyr Fannarsson ÍA
Sóley Birta Grímsdóttir ÍA - Rúnar Gauti Kristjánsson BH
Katla Sól Arnarsdóttir BH
U15 – Tvíliðaleikur Sveinar
- Daníel Máni Einarsson TBR
Eiríkur Tumi Briem TBR - Einar Óli Guðbjörnsson TBR
Máni Berg Ellertsson ÍA
U19 A – Einliðaleikur Piltar
- Andri Broddason TBR
- Davíð Örn Harðarson TBR
U19 – Tvíliðaleikur Piltar
- Brynjar Már Ellertsson ÍA
Davíð Örn Harðarson TBR - Gústav Nilsson TBR
Stefán Árni Arnarsson TBR