Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir hefur óskað eftir áframhaldandi tímabundnu leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi, eða til 1. september 2020.
Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar Akraness í dag. Tillaga þess efnis að verða við ósk Gerðar var samþykkt með 7 atkvæðum en 2 bæjarfulltrúar sátu hjá.
Gerður óskað eftir tímabundnu leyfi þann 30. ágúst s.l. og á fundinum í dag var leyfi hennar framlengt til 1. september 2020.
Gerður Jóhanna mun samt sem áður sitja sem aðalmaður í skipulags og umhverfisráði Akraneskaupstaðar.
Kristinn Hallur Sveinsson, sem skipaði fjórða sæti framboðs Samfylkingarinnar á Akranesi í síðustu bæjarstjórnarkosningum, mun því sitja áfram í bæjarstjórn Akraness þar til Gerður Jóhanna snýr á ný til baka í stjórnmálin.