Fjóla Guðmundsdóttir og Árni Þór Traustason hafa á undanförnum misserum gjörbreytt ásýnd einbýlishússins Sólbakka sem stendur við Akursbraut 17.
Framtak þeirra hefur vakið mikla athygli og margir sem hafa staldrað við húsið og virt fyrir sér breytingarnar.
Framkvæmdirnar standa enn yfir en eru að mestu lokið að innan en utanhúss á enn eftir að gera einhverjar endubætur.
Fjóla og Árni Þór tóku í dag við Hvatningarverðlaunum frá Akraneskaupstað þegar Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2019 voru afhentar í Bókasafni Akranesss.
Í mati nefndarinnar segir m.a.
„Sólbakki – stórfelld endurnýjun á húsi sem er áberandi í götumynd við höfnina og á sér ríka sögu.“
Dómnefndina skipuðu þau Helena Guttormsdóttir lektor LbhÍ, Sindri Birgisson umhverfisstjóri og Ása Katrín Bjarnadóttir Bs. nemi í umhverfisskipulagi.
Nefndin fór í vettvangsferðir í lok sumars/byrjun hausts og tóku út tilnefningar. Þau unnu m.a. með fagurfræði, fjölbreytileika, samtal við almenningsrými, og vöktu í víðum skilningi athygli á atriðum sem skipta uppbyggingu og framtíð bæjarins máli.