Sáttasemjari og ráðgjafi ráðinn til starfa til að lægja öldurnar í FVA


Sérstakur ráðgjafi og sáttasemjari hefur verið ráðinn til þess að miðla málum milli aðila að stofnanasamningi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands.

Mikil ólga hefur verið hjá starfsfólki FVA og nýverið höfnuðu kennarar FVA samstarfi við núverandi skólameistara og kveðast einvörðungu munu sinna kennsluskyldum og samstarfi við nemendur þar til nýr skólameistari hefur verið skipaður.

Guðjón Hreinn Hauksson, formaður FF, og Ægir Karl Ægisson, formaður FS, fagna því skrefi að sérstakur ráðgjafi og sáttaasemjari hafi tekið til starfa. Þeir hrósa kennurum, stjórnendum og skólameistara skólans fyrir að halda fagmennskunni í forgrunni og gera nú aftur atlögu að samningum eftir erfiðar deilur.

Líklega fer óvissu um stjórnun skólans á næsta skipunartímabili skólameistara að ljúka. Viðtöl við umsækjendur um stöðu skólameistara eru hafin en alls sóttu fjórir um stöðuna.

Umsækjendur eru:

Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari FVA
Steinunn Inga Óttarsdóttir, sérfræðingur hjá Félagi framhaldsskólakennara
Steingrímur Benediktsson, framhaldsskólakennari.
Þorbjörg Ragnarsdóttir, aðstoðarskólameistari FVA

Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í embættið til fimm ára frá og með 1. janúar 2020, sbr. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 90/2008 og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Upplýsingar um ráðningu næsta skólameistara FVA hljóta því að birtast fljótlega.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/09/05/fjorir-umsaekjendur-um-skolameistarastodu-fva/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/10/31/kennarar-vid-fva-hafna-samstarfi-vid-nuverandi-skolameistara/