Skagakaffi við Akratorg er til sölu. Þetta kemur fram á vef fyrirtækjasölunnar Kompaní.
Í auglýsingunni kemur m.a. fram að veltan sé um 2,5 milljónir kr. á mánuði eða 30 milljónir kr. á ári.
„Eigendur hafa nýverið fjárfest umtalsvert í tækjum og búnaði. Strax og án nokkurs tilkostnaðar eru miklir möguleikar fyrir nýja eigendur að auka veltuna til muna með lengri opnunartíma. Hægt að vera með íþróttaleiki á kvöldin og um helgar.“
Skagakaffi var opnað undir því nafni þann 1. ágúst á þessu ári þegar núverandi eigendur, Katrín Guðjónsdóttir og Marius Ciprian Marinescu, hófu þar rekstur.
Í þessu rými hafa fjórir aðilar rekið kaffihús undir ýmsum nöfnum á undanförnum árum.
Hildur Björnsdóttir og Hafdís Bergsdóttir opnuðu staðinn undir nafninu Skökkin í byrjun ársins 2016. Christel Björg Rúdolfsdóttir og Guðleifur Rafn Einarsson tóku síðan við keflinu og opnuðu staðinn undir nafninu Lesbókin í byrjun ársins 2017. Steinþór Árnason keypti síðan Lesbókina í byrjun ársins 2018 og rak hann kaffihúsið þar til að Skagakaffið var sett á laggirnar um mitt sumar 2019.
Hér má sjá auglýsinguna á vef Kompaní.