Evrópuævintýri ÍA/Kára/Skallagríms í Unglingadeild UEFA er nú á enda.
Íslandsmeistaraliðið í 2. flokki karla tapaði 4-1 á útivelli í síðari leiknum gegn Derby County.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir ÍA/Kára/Skallagríms því heimaliðið skoraði strax á 11. mínútu og bætti við öðru marki 9 mínútum síðar. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks bættu heimamenn við þriðja markinu. Þegar hálftími var eftir af leiknum skoraði Derby County fjórða markið.
Sigurður Hrannar Þorsteinsson náði að laga stöðuna með marki á 70. mínútu. Fyrirliði ÍA/Kára/Skallagríms, skoraði markið úr vítaspyrnu. Brotið var á Eyþóri Aroni Wöhler sem kom inná sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks.
Englandsmeistaraliði í flokki 18 ára og yngri sigraði samanlagt 6-2.
Þetta er í fyrsta sinn sem ÍA/Kár/Skallagrímur leikur í þessari keppni. Og þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið kemst í gegnum 1. umferðina.
Breiðablik og KR eru einu liðin frá Íslandi sem hafa leikið áður í þessari keppni. Bæði liðin féllu úr leik í 1. umferð, KR í fyrra og Breiðablik árið 2017. Árangurinn er því í sögulegu samhengi góður hjá liði ÍA/Kára/Skallagríms.
ÍA/Kári/Skallagrímur verður með í þessari keppni á næsta ári eða haustið 2020. Þar sem liðið varði Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki á þessu tímabili.
Byrjunarlið:
- Aron Bjarki Kristjánsson (m)
- Jón Gísli Eyland Gíslason
- Mikael Hrafn Helgason
- Oskar Wasilewski
- Brynjar Snær Pálsson (’81)
- Ólafur Karel Eiríksson
- Gísli Laxdal Unnarsson
- Sigurður Hrannar Þorsteinsson (f)
- Aron Snær Ingason (’78)
- Benjamin Mehic
- Marteinn Theodórsson (’46)
Varamenn:
- Marvin Darri Steinarsson (m)
- Júlíus Emil Baldursson (’78)
- Elís Dofri G Gylfason
- Aron Snær Guðjónsson
- Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson
- Eyþór Aron Wöhler (’46)
- Ingi Þór Sigurðsson (’81)