Skagamenn verða í stóru hlutverki í leik Man City og Blackburn á sunnudaginn


Skagamenn verða í aðalhlutverki á æfingasvæði enska stórliðsins Manchester City sunnudaginn 1. desember.

Þar eigast við U-14 ára liða Manchester City og Blackburn Rovers. Í dómarateymi leiksins verða tveir Skagamenn í stóru hlutverki.

Dómari leiksins verður hinn 22 ára gamli Elvar Smári Arnarsson og Helgi Sigurðsson, sem er 24 ára, verður aðstoðardómari í þessum leik.

Um er að ræða leik í Albert Phelan bikarkeppninni í þessum aldursflokki á Englandi.

Elvar Smári og Helgi eru báðir Landsdómarar hjá KSÍ en þetta er fyrsta verkefni þeirra í dómgæslu erlendis, og örugglega ekki það síðasta.