Þórdís Kolbrún í skemmtilegu spjalli í þættinum „Með Loga“


Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir verður gestur í þættinum „Með Loga“ sem sýndur verður á Sjónvarpi Símans á fimmtudagskvöld.

Þar segir Skagakonan frá ýmsu áhugaverðu og þar á meðal þessi saga sem er hér spilaranum hér fyrir neðan.

Þórdís Kolbrún er ráðherra ferðamála, iðnaðar og ný­sköp­un­ar. Og hún er yngsta konan sem er skipuð í ráðherraembætti á Íslandi.

Þórdís Kolbrún er fædd á Akranesi 4. nóvember árið 1987 og stundaði hér nám í Brekkubæjarskóla og Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.  Þórdís Kolbrún er fyrsti Skagamaðurinn sem er varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Samkvæmt heimildum Skagafrétta er Þórdís Kolbrún fjórði Skagamaðurinn sem er skipaður ráðherra.

Guðbjartur Hannesson var skipaður heilbrigðis -og velferðarráðaherra í september árið 2010, en áður hafði Ingibjörg Pálmadóttir verið heilbrigðisráðherra á árunum 1995-2000. Sóknarpresturinn á Akranesi, Þorsteinn Briem, var ráðherra á árunum 1932-1933.


Foreldrar Þórdísar eru Gylfi R. Guðmundsson (fæddur 16. mars 1956) þjónustustjóri, sonur Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur alþingismanns, systursonur Guðjóns A. Kristjánssonar alþingismanns, og Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir (fædd 28. maí 1957) sjúkraliði.

Maki Þórdísar er Hjalti Sigvaldason Mogensen (fæddur 28. maí 1984) lögmaður. Foreldrar: Sigvaldi Þorsteinsson og Kristín I. Mogensen. Börn: Marvin Gylfi (2012), Kristín Fjóla (2016).