Lagt til að Akraneskaupstaður kaupi þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara


Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að hafin verði undirbúningur að því að kaupa þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara á Akranesi.

Þetta kemur fram í síðustu fundargerð velferðar – og mannréttindaráðs.

Þetta mál hefur verið í vinnslu í nokkra mánuði en í byrjun ágúst var tekin fyriur greinargerð um þörf fyrir þjónustuíbúðir fyrir 67 ára og eldri á Akranesi.

Akraneskaupstaður hefur gert óformlega könnun á fjölda þeirra sem hugsanlega gætu nýtt sér slíka þjónustu á Akranesi.

Samkvæmt þeirri könnun eru það 14 einstaklingar.