Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2019. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu.
Keilumaður ársins: Jóhann Ársæll Atlason
Jóhann Ársæll Atlason er keilumaður ársins á Akranesi 2019. Hann er fæddur árið 2001. Jóhann Ársæll æfir og leikur með Keilufélagi ÍA.
Árið hefur verðið gott hjá Jóhanni, hann varð Íslandsmeistari unglinga í opnum flokki.
Hann hefur spilað á þremur alþjóðlegum mótum með ungmennalandsliði Íslands og var valinn í afrekshóp karla í keilu. Jóhann hefur verið að gera góða hluti með liði sínu í fyrstu deild karla þar sem þeir eru að berjast um efstu sætin.
Helstu afrek Jóhanns innanlands á árinu:
- Spilaði á Norðurlandamóti ungmenna U23 í Keiluhöllinni Egilshöll.
- Var í öðru sæti í Bikarkeppni liða með liði sínu ÍA.
Helstu afrek Jóhanns erlendis á árinu:
- Spilaði með Ungmennalandsliðinu á boðsmóti í Doha í Qatar.
- Spilaði á Evrópumóti ungmenna U18 í Vín í Austurríki.
Hvernig stendur Jóhann á landsvísu?
- Jóhann var í ungmennalandsliðinnu og er í afrekshópi karla í keilu, hann tók þátt í þremur alþjóðlegum mótum á árinu.