Það er mjög umhverfisvænt að eyða tölvupósti


Á þessum tíma ársins eru margir sem vilja bæta sig á einhverju sviði og gera eitthvað jákvætt. Það er margt hægt að gera til þess að bæta umhverfið og eitt af því er að taka til í tölvupósthólfinu.

Já það er hægt að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með því að eyða gögnum og tölvupóstum.

Tölvupóstar sem hafa ekki verið opnaðir og eru „ólesnir“ í tölvupóstforritum þurfa orku til þess að „vera til staðar“.

Þessi gögn sem eru „óþörf“ eru geymd í gagnaverum víðsvegar um heiminn.

Þessi gagnaver nota orku til þess að geyma þessi gögn – og það er hægt að „létta“ á þessari gagnageymslu og þar með spara orku með því að eyða óþarfa tölvupóstum. Orkan sem gagnaverin nota er oft á tíðum ekki mjög umhverfisvæn og stundum eru orkugjafar á borð við kol til þess að knýja þau áfram.

Norski fréttavefurinn Verdens Gang er með áhugaverða fréttaskýringu um þetta mál – og má lesa hana hér.

Skemmtilegt dæmi um orkunotkun er myndbandið við lagið Despasito sem hefur fengið rúmlega 5 milljarða áhorf á Youtube frá árinu 2017.

Orkan sem hefur farið í að „skoða“ þetta myndband á heimsvísu er sú sama og öll orkunotkun í heilt ár hjá fjórum ríkjum í Afríku, Chad, Sómalíu, Sierra Lione og Mið-Afríku.

Annað áhugvert dæmi í þessari frétt. Ef allir íbúar Frakklands myndu eyða 50 ólesnum skilaboðum úr tölvupósti sínum þá sparast gríðarleg orka. Eða sem nemur orkunotkun við að lýsa upp Eiffelturninn í París í 42 ár samfellt.