Fjölmenni mætti í kvöld í Grundaskóla þar sem að gestir mættu til þess að perla af krafti.
Viðburðurinn var skipulagður af Krafti, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur en félagið var stofnað þann 1. október árið 1999.
Félagið hefur það að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða þá sem þurfa á stuðningi að halda.
Armböndin sem gestir viðburðarins gerðu í kvöld eru síðan seld til styrktar félaginu.