Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er ferðinni í Vesturlandsprófastsdæmi um þessar mundir og heimsækir Garða og Saurbæjarprestkall 2-3. febrúar.
Þetta er fyrsta vísitasía biskup í hinu nýja sameinaða prestakalli, en biskup Íslands vísiteraði prestaköllin síðast árið 2002.
Vísitasía er heimsókn biskups til safnaða kirkjunnar, þar sem biskup skoðar kirkjurnar og ræðir við presta og sóknarnefndir um starf kirkjunnar.
Biskup mun heimsækja allar kirkjur prestakallsins, Akraneskirkju, Leirárkirkju og Hallgrímskirkju í Saurbæ sunnudaginn 2. febrúar og Innra-Hólmskirkju mánudaginn 3. febrúar.
Á mánudeginum mun biskup einnig heimsækja Dvalarheimilið Höfða og Fjöliðjuna á Akranesi.
Hátíðarmessa verður í Akraneskirkju sunnudaginn 2. febrúar kl. 11. Biskup Íslands predikar og prestar prestakallsins þjóna fyrir altari.
Þessi messa er sameiginleg fyrir allt prestakallið. Íbúar prestakallsins eru hvattir til að fjölmenna í kirkju þennan dag.