Iddi Biddi fær tækifæri á stóra sviðinu á Íslandsmótinu í uppistandi


Tuttugu og sjö skráðu sig í Íslandsmeistararakeppnina í uppistandi sem fer fram í Háskólabíói fimmtudagskvöldið 27. febrúar. Alls komust 16 þeirra í gegnum nálarauga dómnefndar og fá þeir tækifæri að sýna sig á stóra sviðinu í lok febrúar.

Skagamaðurinn Ingi Björn Róbertsson eða Iddi Biddi fær tækifæri í þessar fyrstu Íslandsmótskeppni í uppistandi.

Verðlaunin eru ekki að verri endanum því ekki bara verður viðkomandi krýndur íslandsmeistari í uppistandi 2020 heldur mun sigurvegarinn rölta af sviðinu með 500.000,- í íslenskum krónum ásamt fleiru og þá verður annað og þriðja sætið einnig verðlaunað.

Það eru þau Kjartan Atli Kjartansson fjölmiðlamaður og Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikkona og handritshöfundur sem verða kynnar keppninnar og gestgjafar.

Sérstakur gestur kvöldsins verður Sveppi og ekki er ólíklegt að fleiri bætist í þann hóp áður en að keppninni kemur. Það er þó allavega ljóst að þar er ekki slegið slöku við.

Í dómefnd keppninnar sitja Edda Björgvinsdóttir, Logi Bergman Eiðsson fjölmiðlastjarna, Vala Kristín Eiríksdóttir verðlauna leikona ársins og framleiðandi, „Hraðfrétta“ Fannar Sveinsson, Guðmundur „Gummi Ben“ Benediktsson sjónvarpsmaður, Pálmi Guðmunds sjónvarpsstjóri hjá Símanum og Steinunn Camilla Slgurðardóttir hjá umboðsskrifstofunni Iceland Sync. Þessir sjö aðilar munu vega mjög þungt í valinu en áhorfendur í sal munu einnig hafa vægi.

Fyrstu verðlaun í keppninni eru 500.000 kr. og hraðferð inní skemmtanabransann.

Nánar um keppnina hér.