Erik Hamren, þjálfari karlalandsliðs Íslands, fylgist grannt með yngri landsliðsmönnum Íslands og þar á meðal Skagamanninum Ísak Bergmann Jóhannessyni.
Hamren sá Ísak Bergmann í leik með sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping í æfingaleik á Algarve í Portúgal.
Hamren segir í viðtali sem birt er á vefnum fotbollskanalen.se að Ísak Bergmann sé efnilegur og eigi framtíðina fyrir sér.
„Ísak Bergmann er mikið efni. Hann er með mikil gæði en hann á enn eftir að læra mikið. En miðað við að hann er aðeins 16 ára gamall þá er hann mjög þroskaður. Það sem vakti athygli mína er hversu gott hugarfar hann er með. Hann ætlar sér langt og vinnur markvisst að því,“ segir Hamren m.a. í viðtalinu