Magnús, Sigríður og Ómar tilnefnd til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísis


Þrír stjórnendur fyrirtækja á Íslandi sem tengjast Akranesi sterkum böndum eru hópi þeirra sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísis fyrir árið 2020.

Þau eru Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðagarðar og formaður Knattspyrnufélags ÍA, Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri Íslandspósts og Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas.

Magnús er búsettur á Akranesi, Sigríður bjó hér til margra ára en er nú búsett á Höfuðborgarsvæðinu líkt og Ómar Svavarsson sem ólst upp á Akranesi en hefur búið í Reykjavík um langt skeið.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði. Félagar í Stjórnvísi tilnefna stjórnendur út frá viðmiðum sem sett eru hverju sinni.

Sérstök dómnefnd vinnur úr öllum gögnum um tilnefningar og hefur dómnefndin birtir lista yfir þá sem koma til greina í valinu fyrir árið 2020..

Forseti Íslands hefur afhent verðlaunin við hátíðlega athöfn.

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2020:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, deildarstjóri á viðskiptalausnasviði Advania
Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri FlyOver Iceland
Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri flugrekstrar WOW air
Arne Friðrik Karlsson, forstöðumaður á skrifstofu um málefni fatlaðs fólks hjá Reykjavíkurborg
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans
Auður Þórhallsdóttir, mannauðsstjóri Virk starfsendurhæfingarsjóðs
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu
Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts
Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustusviðs Icelandair
Bjarney Sólveig Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn við embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar
Edda Hermannsdóttir, markaðs-og samskiptastjóri Íslandsbanka
Eiríkur Blumenstein, Manager Planning at Air Iceland Connect
Elin Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvá
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi
Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar trygginga
Halla Garðarsdóttir, forstöðumaður Póstmiðstöðvar Íslandspósts
Helga Erla Albertsdóttir, deildarstjóri reikningshalds og uppgjöra Isavia
Helga Ragnheiður Eyjólfsdóttir, öryggis-og gæðastjóri Isavia
Helgi Hjálmarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Völku
Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs
Hildur Erla Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá 1912
Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri mannauðs-og fjármála hjá Fiskistofu
Hjálmar Gíslason, forstjóri Grid
Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs B&L
Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangasviðs Innnes
Jón Mikael Jónasson, framkvæmdastjóri Danól
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís
Jón Von Tetzchner, stofnandi og framkvæmdastjóri Vivaldi
Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi og forstjóri Florealis
Kolbrún Ottósdóttir, stofnandi Nox Health
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
Lilja Gísladóttir, þjónustustjóri Íslandspósts
Lilja Gunnarsdóittir, formaður ICF á Íslandi
Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðagarður
Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Gerum betur ehf.
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA
María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna
Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts
Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi Icelandic Lava Show
Rósa Dögg Ægisdóttir, verkefnastjóri REON
Sesselja Birgisdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Íslandspósts
Sigríður Dröfn Ámundadóttir, mannauðsstjóri Lyfjastofnunar
Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri Íslandspósts
Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins
Silja Úlfarsdóttir, stofnandi Klefans
Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar hjá Háskóla Íslands
Sveinbjörn Höskuldsson, stofnandi Nox Health
Trausti Harðarson, stjórnarformaður Ceo Huxun
Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips
Þóra Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður ferlastýringa hjá Eimskip

Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.