Vegagerðin mun loka þjóðveginum um Kjalarnes og við Hafnarfjall aðfaranótt föstudagsins 14. febrúar vegna óveðurs sem mun ganga yfir allt landið.
Á vef vegagerðarinnar er lýst yfir óvissuástandi og má því búast við víðtækum lokunum.
Veginum um Kjalarnes verður lokað kl. 03 aðfaranótt föstudagsins og er gert ráð fyrir að lokað verði fram yfir hádegi eða til kl. 14.
Veginum við Hafnarfjall verður einnig lokað eða frá 02 aðfaranótt föstudags og fram til kl. 14.
Nánar á vef Vegagerðarinnar.
http://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/frekari-upplysingar/nr/25969/