Fyrir skömmu síðan kom fram hér á skagafrettir.is að ný ljósmyndastofa væri að opna á Akranesi og fullyrt að 15 ár væri liðinn frá því að slík þjónusta var í boði hér á Akranes.
Það er langt frá því að vera rétt því fyrirtækið Creo áður AKmyndir hefur verið með starfsemi í gamla Landsbankahúsinu frá því í nóvember 2018.
„Við erum í þessum bransa til að búa til fallegar minningar fyrir fólk, segja sögur með ljósmyndum sama hvort er í brúðkaupi, í stúdíóinu okkar eða úti í náttúru Íslands,“ segir á heimasíðu fyrirtækisins.
Axel Rafn er ljósmyndari Creo. Axel Rafn hefur lært ljósmyndun bæði á listabraut í Menntaskólanum á Tröllaskaga, ásamt því að taka Professional Photography Course hjá New York Institute of Photography í Bandaríkjunum í fjarnámi. Hann hefur unnið sem ljósmyndari síðan 2012.
Með Axel starfa þrír aðrir í Creo eins og sjá má á heimasíðu fyritækisins. Orðið creo (borið fram: kreó) kemur úr latínu og merkir að búa til.