Knattspyrnufélag ÍA auglýsir eftir framkvæmdastjóra


Það eru breytingar framundan hjá Knattspyrnufélagi ÍA.

Í dag var starf framkvæmdastjóra félagsins auglýst laust til umsóknar.

Sigurður Þór Sigursteinsson hefur gegnt starfinu frá því í maí árið 2018 en hann tók við af Huldu Birnu Baldursdóttur sem tók við þessu starfi í ágúst 2016.

Í auglýsingu KFÍA segir m.a.

„Knattspyrnufélag ÍA leitar að metnaðarfullum framkvæmdastjóra til að leiða daglegan rekstur félagsins og sjá um margvísleg samskipti og kynningarmál.

Um er að ræða fjölbreytt starf sem byggir á miklum samskiptum við aðra starfsmenn félagsins, iðkendur, foreldra, aðstandendur, stuðningsmenn og samstarfsaðila. Starfið er 100% starf og heyrir beint undir stjórn félagsins.