Skotfélag Akraness boðar til aðalfundar – félagsmenn hvattir til að skjótast á fundinn


Aðalfundur Skotfélags Akraness fer fram þann fimmtudaginn 27. febrúar í íþróttamiðstöðinni við Jaðarsbakka á Akranesi.

Fundurinn fer fram á svölunum fyrir innan hátíðarsalinni á efri hæð íþróttamiðstöðvarinnar og hefst hann kl. 19:30.

Á dagskrá eru aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Farið verður yfir helstu verkefni og viðburði síðasta árs og stiklað á stóru hvað er framundan á árinu 2020.

Í tilkynningu frá Skotfélagi Akraness eru félagsmenn hvattir til að mæta og koma með ferskar hugmyndir til að efla félagsstarfið.