Birgir Leifur Hafþórsson verður áfram íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis. Samningar þess efnis voru undirritaðir nýverið.
Birgir Leifur mun alfarið sjá um þjálfun barna- og unglingastarfs GL, koma að ýmsum verkefnum í samvinnu við framkvæmdastjóra og hafa umsjón með nýliðakennslu klúbbsins.
Í tilkynningu frá Leynis kemur fram að allir nýir meðlimir GL eiga þess kost að sækja stutt námskeið þar sem farið er í grundvallar atriði golfiðkunar.
Birgir Leifur er sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi og sá sigursælasti frá upphafi á stærsta golfmóti Íslands.
Birgir Leifur er reynslumesti atvinnukylfingur Íslands og er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur öðlast keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Evrópumótaröðinni.