Það er mikill kraftur í starfi Sundfélags Akraness og iðkendum fjölgar jafnt og þétt hjá félaginu. Fjárhagsstaðan er einnig góð en þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær.
Ágúst Júlíusson er formaður Sunfélags Akraness og í ávarpi hans kom fram að iðkendum hafi fjölgað um 87 á árinu 2019 og eru þeir nú 382 alls.
Daníel Sigurðsson gjaldkeri félagsins lagði fram ársreikninga. Tekjurnar voru 22,6 milljónir kr. og heildarútgjöld um 22,4 milljónir kr. Félagi skilaði 234 þúsund kr. tekjuafgangi á rekstrarárinu.
Á fundinum gengu tveir úr stjórn,Svava Hrund Guðjónsdóttir og Kristín Björg Jónsdóttir gáfu ekki kost á sér í stjórn félagsins. Í þeirra stað komu inn í stjórn Emilia Orlita og Nína Björk Gísladóttir.
Með þeim í stjórn eru Ágúst Júlíusson formaður, Guðrún Guðbjarnadóttir, Daníel Sigurðsson og Ruth Jörgensdóttir.