Framlag til forvarnastarfs meðal ungmenna á Akranesi verður aukið um eina milljón kr. Þessi hækkun var samþykkt í afgreiðslu fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020.
Skóla – og frístundaráð hefur tekið þá ákvörðun að óska eftir tillögum ungmennaráðs og Brúarinnar, samstarfsvettvangs um forvarnir, um leiðir til þess að nýta fjármagnið sem best í þágu velferðar ungmenna.
Óskað er eftir að tillögum verði skilað á næsta fundi skóla- og frístundaráðs 17. mars nk.