Öll félagsstarfsemi á vegum Félags eldri borgara á Akranesi verður lögð niður um óákveðin tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn FEBAN.
Er þetta gert vegna ástandsins sem skapast hefur vegna smihættu í tengslum við Covid-19 veirusjúkdóminn.
„Við fylgjumst síðan með þróun mála eins og aðrir í þjóðfélaginu og metum stöðuna samkvæmt því,“ segir í tilkynningu frá FEBAN.
Um sinn verður boðið upp á tíma í vatnsleikfimi og opið er fyrir æfingar í boccia.