„Rafeldsneyti“ hjá Þróunarfélagi Grundartanga fær fjármagn frá ríkinu


Það stefnir allt í það að eitt af þeim verkefnum sem Þróunarfélag Grundartanga hefur unnið að fái 50 milljónir kr. í fjáraukafrumvarpi hjá fjárlaganefnd Alþingis. Um er að ræða verkefnið rafeldsneyti sem notað verður í bifreiðum og í skipum. Fréttavefurinn Skessuhorn greinir frá.

Sjá nánar hér á skessuhorn.is

Í viðtali á Skessuhorni segir Haraldur Benediktsson, alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar, að Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstaður verulegar fjárhæðir til Þróunarfélagsins.

„Þetta eru mjög spennandi verkefni og mikilvæg fyrir þróun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga og byggir á þróttmiklu starfi Þróunarfélagsins,“ segir Haraldur í samtali við Skessuhorn.