Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sendi nýverið fyrirspurn til ráðherra varðandi þverun Grunnafjarðar og færslu þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall.
VSO Ráðgjöf vann greinargerð fyrir Vegagerðina fyrir rúmum áratug þar sem einn kosturinn var að færa legu vegarins vestur fyrir Akrafjall og yfir Grunnafjörð.
Greinargerð um helstu umhverfisáhrif af þverun Grunnafjarðar
Sú útfærsla myndi stytt leiðina á milli Akraness og Borgarness um rúma 7 km og hringveginn um tæpan km.
Meginniðurstaða greinar gerðar um helstu umhverfisáhrif af þverun Grunnafjarðar var sú að brú breyti sjávarföllum óverulega og að nýr hringvegur um Grunnafjörð sé raunhæfur kostur.
Á fésbókarsíðu Samfylkingarinnar kemur eftirfarandi fram:
Mest um vert er að þessi áform munu auka umferðaröryggi, staðsetningar og útfærslu vegamóta, stytta vegalengdir og tengja byggðarlög betur saman. Hvernig svo sem allt veltist og snýst, þá er ljóst að þörf er á miklum endurbótum á hringveginum á þessum kafla.
Þetta er stöðugt og mikið baráttumál íbúanna á svæðinu og við viljum gjarnan fá afstöðu ráðherra til málsins.
Guðjón S. Brjánsson er búsettur á Akranesi og er fyrrum framkvæmdastjórisjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi frá 2001 og sameinaðrar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands 2010–2016. Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður og sjónfræðingur, er maki Guðjóns.