Fjöldi staðfestra smita af völdum Covid-19 veirunnar á Íslandi er nú 1.220 samkvæmt tölum sem birtar voru á covid.is í dag.
Greindum smitum fjölgaði um 85 í gær og fjölgaði þeim töluvert á milli daga en 49 smit voru staðfest daginn á undan.
Á Vesturlandi voru 2 ný smit greind í gær, og bæði í Borgarnesi. Alls eru 30 einstaklingar greindir á Vesturlandi með Covid-19 smit.
Á Akranesi hefur smituðum einstaklingum ekki fjölgað en þeir eru 7 alls líkt í fyrradag. Í Búðardal og í Ólafsvík hafa ekki greinst smit enn sem komið er.
Á Akranesi fækkaði um þrjá í sóttkví en þeir eru nú alls 156 en voru 159 í fyrradag. Alls eru 453 í sóttkví á Vesturlandi og hefur þeim fækkað 21 á milli daga.