Helgi Björnsson og hljómsveitin Reiðmenn vindanna mun halda áfram að skemmta landsmönnum í Sjónvarpi Símans um Páskana.
Eins og áður hefur komið fram er Skagamaðurinn Ísólfur Haraldsson í teyminu sem setti þetta verkefni í gang. Fyrirtækið Veislur og Viðburðir sem rekur Gamla Kaupfélagið kemur einnig að þessu en fyrirtækið er rekstraraðili Hlégarðs í Mosfellsbæ þar sem að „giggið“ hefur farið fram þrívegis.
Helgi Björnsson segir í viðtali við Fréttablaðið að skemmtunin verði veglegri en nokkru sinni fyrr.
Sjá nánar á vef Fréttablaðsins
Salka Sól Eyfeld, Friðrik Dór, KK og Ragnheiður Gröndal hafa öll kíkt í heimsókn til Helga og félaga í fyrstu þremur þáttunum.
„Ég hef fengið afskaplega góð viðbrögð við tónleikunum og ég er innilega þakklátur fyrir það. Maður fyllist auðmýkt og eftir að hafa fengið ítrekaðar óskir um að endurtaka leikinn þá gat ég ekki annað en samþykkt það,” segir Helgi.